MCKI

  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
E-mail Print PDF

Mjaðmalos

HD er stytting á  Hip Dysplasia, eða mjaðmalos á Íslensku.

Mjaðmalos virðist vera mun algengari vandi í köttum en áður var haldið.

Mjaðmalos er arfgengur sjúkdómur sem veldur því að grópin sem mjaðmakúlan hvílir í er mun grynnri en á heilbriðgum dýrum. Þar af leiðandi er kúlan lausari og fer að nuddast við grunnu grópina með þeim afleiðingum að brjóskið sem vanalega er á milli grópar og kúlu rýrnar og á endanum eyðist alveg. Þegar brjóskið er uppurið eru liðamótin bein í bein, það er mjög sársaukafullt eins og menn með sama kvilla geta sagt okkur.  Því miður getur líkaminn ekki endurnýjað brjósk, en í örvæntingu sinni til að laga vandann byrjar líkaminn að auka beinmassann, sem gerir vandann verri og sársaukafyllri.

Eðlishvöt katta til að sýna undir engum kringumstæðum sársauka er afar sterk og því í lang flestum tilfellum getur köttur sem er með alvarlegt mjaðmalos gengið um og stokkið án þess að haltra eða sýna önnur veikleikamerki. Þegar losið er orðið verulega slæmt fara þeir að ganga um hægar og forðast stökk en mjög sjaldan haltra.

 

Eina leiðin til að greina mjaðmalos er með rönken myndatöku, lesið meira um það hér.

 

Greining HD í köttum er mjög nýtt en vel þekkt í hundum, en tilrauna verkefni fór af stað í Svíþjóð árið 2000, svo í Júní 2010 varð möguleiki fyrir aðra í heiminum að taka þátt í þessu heilsufarsverkefni, þar á meðal Íslendinga.
Lesið meira um heilufarsverkefnið á PawPeds.

 

Vinsamlegast athugið að ekki er mælt með að taka ketti greinda með HD úr ræktun, þetta er það nýtt fyrirbrigði að það gæti skemmt stórlega stofninn að hætta að nota þessi dýr, sýnum ræktendum þolinmæði, það tekur tíma og peninga að mynda dýr með tiliti til HD. Við þurfum að byrja á því að komast að því hvaða ræktunardýr eru með HD og sjá hvernig best er að vinna úr því, meðan svona fáir eru prófaðir gætu öll ræktunardýrin þess vegna verið með mjaðmalos og án þeirra er enginn Maine Coon. Förum varlega og sýnum aðgát í nærveru sálar, þeir sem hafa nú þegar látið mynda dýrin sín eru að vinna að bættum stofni og horfa til framtíðar, berum virðingu fyrir því.

Dedicated Cloud Hosting for your business with Joomla ready to go. Launch your online home with CloudAccess.net.