MCKI

  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
E-mail Print PDF

Greining á Mjaðmalosi

Mjaðmalos er greint með rönken myndatöku sem síðan er send til sérfræðings í Svíþjóð sem les úr henni.
Misjafnt er milli dýraspítala hvað kostar að láta mjaðmamynda kött og því viturlegt að gera verðkönnun, að láta lesa úr myndunum kostar  140 sænskar krónur, séu fleiri kettir myndaðir samtímis þá er ódýrara fyrir kött 2, 3, 4 o.s.frv. eða 105 sænskar krónur.  Verðin miðast við að notað sé eyðublað frá PawPeds og samþykkt sé að niðurstöðurnar séu birtar í PawPeds gagnagrunninum.

 

Útskýring á Niðurstöðum

  • Normal: góðar heilbriðgar mjaðmir
  • Borderline: ekki alveg fullkomin uppbygging en heldur ekki mjaðmalos
  • Grade 1: milt mjaðmalos
  • Grade 2: mjaðmalos
  • Grade 3: alvarlegt mjaðmalos

Sænski sérfræðingurinn heitir Lars Audell, hann fær myndirnar sendar til sín (heimilisfangið hans er á eyðublaðinu, best er að láta dýralækninn senda myndirnar). Þegar hann hefur lesið úr myndunum skrifar hann niðurstöðuna á eyðublaðið og sendir það til HD heilsufarsritara PawPeds, ritarinn sendir þér niðurstöðurnar í tölvupósti en birtir þær ekki fyrr en 60-90 dögum síðar á heimasíðunni, svo ræktendur hafi tækifæri til að segja kettlingar eigendum frá niðurstöðunum áður en þær eru kunngjörðar fyrir almenningi. Þú færð svo upprunalega eintakið af eyðublaðinu sent í pósti frá heilsufarsritaranum.

 

Lesið betur um hvernig á að mynda köttinn á PawPeds heimasíðunni.

Dedicated Cloud Hosting for your business with Joomla ready to go. Launch your online home with CloudAccess.net.