MCKI

  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
E-mail Print PDF

Afhverju á fólk Maine Coon ketti?

Hvað er það sem heillar fólk við þá?

 

Maine Coon kettir eru fyrst og fremst þekktir fyrir yndislega skapgerð, því næst stærð og villt útlit.

Við Maine Coonistar köllum þá gjarnan blíðu risana en erlendis eru þeir þekktir sem ,,the gentle giants" það er góð ástæða fyrir þessu, fólk sem á Maine Coon og börn getur vottað fyrir endalausri þolinmæði hjá Maine Coon köttum og rólyndis skapgerð, einnig semur þeim afburða vel við önnur gæludýr.  Það sem er einnig sérstakt við Maine Coon er aðlögunarhæfileikinn, köttum almennt er illa við breytingar og þola illa að fá nýtt gæludýr á heimilið, aðlögunartíminn getur því verið mislangur eftir einstaklingum, hinsvegar er hann mjög stuttur hjá Maine Coon. Ef Maine Coon kötturinn hefur ekki búið of lengi einn þá getur hann alltaf tekið á móti nýjum félögum á heimilið og eru þeir miklar félagsverur, svo miklar að margur ræktandinn neitar að selja Maine Coon kettling þar sem ekki er fyrir köttur.

 

 

 

 

 

 

Dedicated Cloud Hosting for your business with Joomla ready to go. Launch your online home with CloudAccess.net.