MCKI

  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
E-mail Print PDF

Sónarskoðun fyrir HCM

 

Sónarskoðun fyrir HCM er nákvæmasta leiðin til að greina HCM sjúkdóminn, en mjög mikilvægt er að það sé gert af viðurkenndum sérfræðingi. Þar sem HCM sjúkdómurinn þróast hægt er ekki nóg að prófa hvert ræktunardýr 1x heldur er mælt er með því að fyrsta sónarskoðunin fyrir HCM fari fram um 1 árs aldur, áður en ræktað er undan dýrinu, næsta 2 ára, þriðja 3 ára og síðasta 5 ára.  Þeir kettir sem eiga náinn ættingja (foreldra, systkyni og afkvæmi þeirra) sem greindur hefur verið með HCM ætti að bæta við einni skoðun um 8 ára.
Hægt er að lesa nánar um meðmæli á prófun & ræktun með tilliti til HCM  á PawPeds heimasíðunni.


Því miður er enginn viðurkenndur sérfræðingur til að sónarskoða ketti á Íslandi, en er stefnan að flytja inn á vegum Kynjakatta reglulega sérfræðing til að sónarskoða kettina, sé næg þáttaka.
Hægt er að senda tölvupóst á kynjakettir hjá kynjakettir.is til að skrá sig á lista fyrir HCM sónarskoðun, þegar næg þátttaka næst verður haft samband við þig með áætlaðan kostnað og hvort þú hafir enn áhuga á að taka þátt.

 

Dedicated Cloud Hosting for your business with Joomla ready to go. Launch your online home with CloudAccess.net.