MCKI

  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
E-mail Print PDF

HCM Kjarnsýrupróf

 

Búið er að finna eitt gen í Maine Coon köttum sem skýrt er að valdi HCM, það er kallað  MyBPC3, en það stendur fyrir ,,cardiac myosin-binding protein C".  Í mönnum eru nokkur gen sem valda HCM, því er búist við svipuðu hjá köttum. Þetta þýðir að þó að þú látir prófa fyrir MyBPC 3 og færð neikvæðar niðurstöður þá getur umræddur einstaklingur samt fengið HCM þ.e. verið beri af öðru óþekktu geni sem veldur HCM.  Af þessari ástæðu eru margir ræktendur erlendis sem finnst kjarnsýruprófið fyrir MyBPC 3 algjörlega tilgangslaust og neita að prófa.  Það er eitthvað sem hver ræktandi verður að gera upp við sig sjálfur.

 

Hér eru ástæður þess að ég prófa kettina mína fyrir MyBPC 3.
Helmingur þeirra katta sem greindir hafa verið með HCM í gegnum sónarskoðun eða hafa verið krufðir eru einnig með MyBPC 3. Því með því að gera þetta litla dna próf hef ég minnkað líkurnar um 50% að kettlingar frá mér deyji hjá nýjum eigendum 2-4 ára gamlir. Einnig legg ég lið í rannsóknina til að finna hin genin, því fleiri sem prófa og útiloka, því skýrari mynd fá þeir út í heimi af ástandinu.  Ég þarf bara að prófa hvern kött einu sinni og ef foreldrar kettlings eru báðir neikvæðir þá þarf ég ekki að prófa kettlinginn sjálfann, hann er sjálfkrafa neikvæður og tilbúinn til ræktunar.  Þegar hin genin finnast (því það er bara spurning um tíma) þá verð ég búin að hreinsa þetta gen úr ræktunarlínunum mínum og þarf ekki að byrja frá grunni, eitthvað sem mér finnst vel þess virði til að byggja upp hrausta framtíð fyrir tegundina mína.

 

Hér eru nokkrir punktar frá PawPeds til stuðnings þess að framkvæma prófið:

Með neikvæðum niðurstöðum fyrir MyBPC stökkbreytingunni losarðu þig við eina af orsökum HCM í tegundinni. Frábærar fréttir!

Með jákvæðri niðurstöðu fyrir MyBPC stökkbreytingunni veistu fyrir víst að kötturinn mun bera sjúkdóminn í afkvæmin sín (munið það eru engir heilbrigðir arfberar). Mikilvægur hlutur að vita áður en þú ákveður að para. Þessi ástæða ein og sér gerir það þess virði að prófa fyrir geninu.

 

  • Þegar arfberi* er paraður við heilbrigðan kött, þróar um helmingur kettlingana með sér HCM.
  • Þegar arfberi* er paraður við annan arfbera, þróa um þrír fjórðu kettlinganna með sér HCM.
  • Þegar arfhreinn** er paraður við annan kött, arfhreinann eða arfbera, þróa allir kettlingarnir með sér HCM.

 

Það er enginn möguleiki á heilbriðri pörun þegar genið er svona ríkjandi, hvort sem um ræðir arfbera eða arfhreina einstaklinga.

 

 

Tilvitnun frá Dr. Kittleson, sem vinnur við erfðarannsóknir

  • Þegar kemur að prófun fyrir geninu, þá þarf Maine Coon tegundin öll þau dna sýni sem völ er á, sérstaklega frá greindum köttum, til að sjá hversu útbreidd þessi stökkbreyting er í tegundinni. Það er engin rannsókn í gangi með styrktaraðila á þessu málefni. Einu gögnin sem stuðla að frekari rannsókn á málinu kemur frá kattareigendum sjálfum sem prófa kettina sína. Þar til sýnin eru orðin nógu mörg og frá nógu mörgum ættbókum (og löndum) þá veit enginn hver tíðnin er á þessari stökkbreytingu sem er augljóslega skiptir höfuð máli fyrir tegundina. Svo að mínu mati eru allir þeir sem halda aftur að sér í prófun fyrir stökkbreytingunni að gera tegundinni sem þeir elska mikinn grikk. Skilaboðin eru skýr - Ef þú ert með Maine Coon kött sem hefur verið greindur með HCM þá þarf að gera dna próf á honum og ættingjum hans eins fljótt og auðið er.
    Hinn kosturinn  er að stökkbreytingin erfist í saklausa ketti á meðan fólk  bíður til að sjá hvað gerist.

 

Ef þú vilt leggja þitt á mörkum þá er auðvelt að prófa fyrir MyBPC 3 meira að segja á Íslandi ;)
Lestu nánar um það á PawPeds heimasíðunni.

 

 

*Arfberi er Íslenska orðið fyrir heterogeneous, en það þýðir að einstaklingurinn er með eitt eintak af umræddu geni frá öðru foreldri sínu.
Þar sem MyBPC 3 er ríkjandi þýðir það að einstaklingurinn fær einkennin af sjúkdóminum þrátt fyrir að hann hafi aðeins eitt eintak af geninu.
**Arfhreinn er Íslenksa orðið fyrir homogeneous, en það þýðir að einstaklingurinn er með tvö eintak af umræddu geni eitt frá hverju foreldri,
þ.e. einstaklingurinn fær einkennin hvort sem umræðir ríkjandi eða víkjandi gen.

 

 

 

Dedicated Cloud Hosting for your business with Joomla ready to go. Launch your online home with CloudAccess.net.